Smilemin prufa

Byrjaður að blogga í Noregi.  Hér kemur síðasta færslan.

 Smilemin

http://smilemin.blogg.no

Norrænt efnahagsbandalag er rétta leiðin og hefur alltaf verið.

scandinavia_1.gifUndanfarin 8 ár hef ég alltaf talað fyrir því að við ættum að setja miklu meiri kraft í það að byggja upp norrænt efnahags og atvinnubandalag með mögulegu aðkomu Grænlands og Færeyja.  Kanada væri einnig mögulegur kandidat og eystrasaltslöndin þar á eftir. 

Vandamálið við alla umræðu um bandalög og samvinnu hér á landi er að fæstir hugsa þetta sem eitthvað langtíma markmið sem tæki 10-20 ár að koma á, heldur vilja menn allatf einhverjar skammtíma lausnir, reddingar.  Nú á ESB að redda okkur en Stór Evrópu draumur elítunnar á meginlandinu er hið dulda afl sem knýr áfram ESB mun gera áfram.  ESB er í innsta kjarna sínum eitt riki sem vill auka völd sín með því að innlima á kurteisan hátt önnur lönd gegnum ýmis stjórntæki.  Flestir gera sér ekki grein fyrir þessu né átta sig á því hversu miðstýrt ESB er.

halda því fram að við séum Evrópu þjóð er rangt.  Við erum fyrst og fremst Eyþjóð, næst erum við Norræn og síðan getum við farið að deila okkur á milli Evrópu og Ameríku.  ESB er bara miklu meira sexí heldur en eitthvað norrænt bandalag...  það er svo "lame" Wink

En framtíð okkar hvílir ekki inni í bandalagi 20-30 annara þjóða heldur hvílir hún á okkar eigin herðum og með aðstoð landa sem ekki vilja vera aðilar að þeirri ófreskju sem ESB er.

ESB var ekki stofnað á einu ári og norrænt bandalag verður það ekki heldur.  Hins vegar getum við lagt úr vör og byrjað að vinna að því á öllum stigum að slíkt geti orðið að veruleika.  Rödd okkar og mikilvægi innan slíks bandalags myndi hafa miklu meira vægi heldur en það yrði innan ESB.

Það var brosað að mér fyrir 6 árum síðan þegar ég nefndi þann möguleika að byggja upp norrænt fjarvinnunet, þar sem samskiptatækni nútímans gerði manni kleift að sinna vinnu fyrir fyrirtæki á norðurlöndunum en maður héldi búsetu sinni á Íslandi og öfugt.  Ég er nú hræddur um að fólksflóttinn úr landi hefði eitthvað minnkað.  Alla vega úr þeim geirum atvinnulífsins þar sem slíku fyrirkomulagi væri hægt að koma við.

Þessa tillögu lagði ég fram og nefndi við nokkra aðila innan samfylkingarinnar, meðal annars við einn sem nú er ráðherra í dag og annan fyrrverandi.  Einnig sat ég fundi þar sem talað var um nýsköpun og hef hlustað á margar fallegar ræður um  að Íslendingar geti orðið leiðandi varðandi notkun upplýsingatækninnar og að koma verkefnum á vegum hins opinbera inn í farveg fjarvinnu.  Sendir voru netpóstar og talað við þingmenn og aðstoðarfólk þeirra.  Reynsla mín var sú að flestum þeirra var í raun alveg sama þegar upp var staðið.

Það var talað hátt og fallega en þegar kom að því að taka ákvörðun og segja, þetta stöndum við fyrir, þetta ætlum við að gera og þessu ætlum við að fylgja eftir... þá gerðist ekkert.

En þetta er nú allt í fortíðinni, en ég hendi hér fram aftur þeirr hugmynd og þeirri staðreynd um leið að slíkt væri alveg gerlegt og gæti skapað atvinnu og haldið atvinnu í byggð og landi fyrir marga.  Ég sagði að það myndi taka 3 ár að byggja upp starfandi "prótótípu", frumgerð að slíku neti og 7 ár til að koma því á það stig að það færi virkilega að virka á allan hátt, tæknilega, samfélagslega og mannlega.  Ég stend við þetta álit mitt.

Nýja Ísland verður ekki byggt upp nema við hugsum hlutina alveg upp á nýtt og komum okkur út úr því óréttláta og siðspillta stjórnmála kerfi og fjármálakerfi sem hefur verið byggt upp hér í gegnum síðustu hálfa öld. 

Siðbót þarf einnig að eiga sér stað,þar sem hjörtu okkar og siðferði eru endurnýjuð og þá er nú komin tími til að við förum að rifja upp hvað Jesús kenndi okkur.  Það á algjörlega erindi við okkur öll  í dag og hefði hann mótað  ákvörðunartökur okkar meir, væri Ísland öðruvísi í dag.  Við erum Kristin þjóð en höfum hafnað nánast öllu sem Kristur kennir okkur og haldið að taumlaus frjálshyggja sé vegurinn að ganga. 

Elskum Jesús og elskum á falslausan hátt náungan og þá leysum við sjálfkrafa úr læðingi hamingju sem er ekta og sem varir.  Að eiga bimma og 100 fermetra plasmaskjá færir manni ekki hamingju og mun aldrei gera.  Timi til komin að átta sig á því sem er ekta í þessari tilveru Smile


mbl.is Vill að Norðmenn láni Íslandi meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er fyrirheitna landið, - ekki satt? Ég er kannski að misskilja eitthvað...

esb15_890735.jpgHvernig er það, - er ekki ESB himnaríki og einasta leiðin út úr vandamálum okkar?  Eiga ekki litlar þjóðir eins og Írland og eystrasaltsríkin að njóta öryggis og stöðugleika við það að tilheyra hinni stóru kærleiksríku og tillitssömu Evrópu fjölskyldu?

Getur verið að ESB sinnar lumi á fjölskyldumyndum þar sem landsfeður og mæður eru með fýlusvip á vör?  Þeim hefur bara verið stungið aftast í albúmið? Wink

Ég veit ekki með ykkur, en vindar blása í aðrar áttir en bara í austur til Evrópu og dæmin eru nógu mörg um það að það fljóti ekki allt í mjölk og hunangi innan ESB.

Það stefnir í 15% hjá ESB þjóðinni Írlandi.  Mikið hefur það gert þeim gott að vera í þessu sterka og góða bandalagi sem á að stuðla að stöðugleika og velferð hjá þjóðum þess...

En auðvitað myndi svona nokkuð aldrei koma fyrir okkur ef við yrðum aðilar að ESB einnig, ekki satt? Wink


mbl.is Mesta atvinnuleysi í 14 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband